Hólmur er fjölskyldufyrirtæki sem er rekið af okkur, Guðrúnu og Magnúsi, börnunum okkar, barnabörnum og tengdabörnum. Hér í Hólmi er virkt sauðfjárbú, en auk þess nokkrar geitur, ýmsar tegundir af hænum og endur einnig er stunduð grænmetisrækt.

Saga Hólms
Eitt sinn var Hólmur umlukinn kröftugri jökulá sem streymdi frá Fláajökli. Staðurinn var því eins konar eyja og dregur nafn sitt af því. Hólmur varð fjölskyldueign okkar árið 1951 þegar Guðjón Arason og Margrét Sigurðardóttir, foreldrar Magnúsar, keyptu landið. Þau byggðu hæð á grunni eldra húss frá 1920 hið sama ár, en fjós og fjárhús árið 1963 og vélageymslu árið 1981. Þessi hús sinna nú því hlutverki að hýsa gesti, en þau voru innréttuð í þeim tilgangi að fanga íslenskan bóndabæjar - stemningu frá sjötta áratugnum.

Reynsla okkar í ferðaþjónustu hófst árið 2005 þegar við opnuðum gistiheimili í gamla íbúðarhúsinu. Hún varð umfangsmeiri þegar við innréttuðum gamla fjósið árið 2011 og gerðum upp vélageymsluna. Þar bjóðum við nú ferðamönnum upp á morgunverð með útsýni á þrjá skriðjökla. Kvöldverður í boði á sumrin.

Pressan:
http://icelandmag.visir.is/article/visit-farm-animals-holmur-petting-zoo
http://www.wlst.com.br/2011/12/holmur.html
http://www.iheartreykjavik.net/2013/05/around-iceland-in-10-days-day-2-vik-to-hofn/
https://icelandictimes.com/feel-the-freedom-of-a-farm-holiday-is-this-how-santa-klaus-lives/