Fjöruferðir hreindýraskoðun og fleira.


Ferðaþjónustan í Hólmi býður upp á skipulagðar ferðir.

1. Kvöldferðir frá Hólmi útá fjörur.

Í ferðum þessum gefst fólki kostur á að kynnast veröld þeirri sem fjaran og nálægð sjávarins býður upp á.
Frá fjörunum er falleg sýn á fjallahring Hornafjarðar.
Lagt er af stað frá Hólmi kl: 20:00.
Ekið er út á fjörurnar, og þaðan eftir fjörunni til austurs útá Melatanga.
Melatangi er beint á móti Höfn. Þar eru gamlar rústir frá veru setuliðsins hér í seinni heimstyrjöldinni, og einnig fyrrum flugvöllur Hornfirðinga.
Rétt utar er Hornafjarðarós, en þar er innsiglingin til Hafnar. Við rústirnar er stoppað og litast um, einnig bragðað á hákarli, harðfiski, brennivíni eða egils malti
.
Komið er til baka að Hólmi Kl: 22:00-22:30.


Á veturnar er einnig boðið uppá þessar sömu ferðir en þá er lagt af stað um það bil kl: 11:00 til 14:00 eða eftir samkomulagi.

Á veturnar er líka boðið uppá hreindýraskoðunarferðir.
Þá er reynt að komast nærri hreindýrum og þau skoðuð í náttúrulegu umhverfi sínu.

Farþegar fá afnot af öflugum sjónauka ásamt fræðslu um hreindýr og hegðun þeirra.
Lagt af stað frá Hólmi um það bil kl: 13:00 til 14:00 eða eftir samkomulagi.


Best er að bóka ferðirnar fyrirfram í síma : 8615959 eða 4782063
Einnig má senda tölvupóst á :holmur@eldhorn.is

Verð Fjöruferðir : 10900 á mann frá 12 ára aldri.
Hreindýraskoðun ferð á 9700 á mann frá 12 ára aldri.
Hálft gjald fyrir 3 til 11ára
Frítt fyrir 0 til 3ára


Lágmarksfjöldi farþega 2.Til baka